Ég fór í gærkvöldi á fyrirlestur hjá CSQ (coral Springs Quilters) með Joan Shay sem gerir þau fallegustu og líflegustu blóm og fugla á quilts sem ég hef nokkurntímann séð. Þar fyrir utan var hún hress og skemmtileg að hlusta á. Það er “workshop” í dag þar sem hún kennir hvernig á að vinna þetta og hefði nú verið gaman að fara þangað en finnst það of langt fyrir strákana að vera eina heima í allann dag, hrædd um að þeir gleymi að borða og svona ef þeir fá að vera eftirlitslausir í tölvu heilan dag. Allavega komin með bókina hennar svo ég get nú alveg reynt að gera svona sjálf.
Ég er líka formlega orðin meðlimur í Coral Springs Quilters sem mér líst alveg rosalega vel á , fullt að skemmtilegu fólki.
Bakið er þokkalegt meðan ég tek nógu mikið af verkjalyfjum svo nú geri ég það bara, allt til að geta verið á róli.
Ég er líka formlega orðin meðlimur í Coral Springs Quilters sem mér líst alveg rosalega vel á , fullt að skemmtilegu fólki.
Bakið er þokkalegt meðan ég tek nógu mikið af verkjalyfjum svo nú geri ég það bara, allt til að geta verið á róli.