Þá fer fríið hennar Ástu Bjargar að taka enda. Það er búið að vera gott að hafa hana hér og hún búin að versla alveg heilan helling. Hún er þó búin að ná að fá smá lit á sig núna ekki eins og síðast þegar sólin var í fríi. Reikna með að við keyrum til Orlando á laugardag og gistum þar, flugið hennar er á sunnudagskvöld.
Strákarnir eru búnir að vera í fríi í skólanum í gær og í dag vegna TS Ernesto, sem er svo ekkert nema smá rok sem betur fer. Palli kom fyrr heim í gær til að setja allt laust í bílskúrinn en við Ásta Björg fórum í ´´Kringluna´´. Já ég get svarið fyrir að við skelltum okkur í mallið og þetta er sú besta búðaferð sem ég hef farið í. Það vara svo fátt fólk að það lá við að það væri tómt, það voru þó nokkrar hræður í innkaupaleiðangri sem hafa greinilega hugsað eins og við. Engin troðningur og engin hávaði, semsagt drauma búðarferðin.
Við reynum að halda okkur samt inni við í dag meðan restin af rokinu fer yfir.
Life should NOT be a journey to the grave with the intention of arriving safely in an attractive and well preserved body, but rather to skid in sideways, chocolate in one hand, wine in the other, body thoroughly used up, totally worn out and screaming... Damn, What a ride!!
Wednesday, August 30, 2006
Tuesday, August 15, 2006
skólinn byrjaður
Ásta Björg mætt á svæðið og veðrið bara gott, vona að það haldist allavega meðan hún er hér. Við keyrðum á laugardag til að ná í hana til Orlando. Það var smá hætta á að flugið væri seinkað þar sem allt flug er svona frekar seint núna. Var búin að segja henni að vera bara með það nauðsynlegasta í plastpoka í flugið þar sem ekki mátti hafa neitt með sér í flugvélina nema peningaveski, skilríki og miðann. Eins og við vorum sammála um að núna er líklega öruggasti tíminn til að fljúga milli landa. Jæja en hún kom aðeins seinna en áætlað með plastpokann J
Við vorum búin að panta hótel í Orlando þar sem bakveika konan treysti sér ekki í aðra bílferð sama daginn og krakkarnir ætluðu að koma við í Universal. Þar sem Sanford er ekki alveg í miðborginni, er reyndar lítill bær norðan við Orlando, þá var ákveðið að fara bara á hótelið og borða snemma slappa af og fara á sunnudeginum í Universal. Ég var nú bara merkilega liðug í bakinu eftir ferðina og hótelið á sunnudeginum, þó ég treysti mér nú ekki til að fara í neitt tæki, of mikið hopp og hoss. Við vorum fram eftir degi í garðinum og um 5 leytið var stefnan tekin á Miami. Það var nú gott að komast í sitt eigið þó ég verði nú að segja að ég er ekki viss um að nýlega dýnan mín sé nógu góð fyrir bakveikt fólk.
Strákarnir byrjuðu svo í skólanum í gær, Stefán Örn í High school og Alexander áfram í sínum middle. Stefán Örn hjólaði og þetta er ágætis hjólatúr á morgnanna fyrir hann en bara ein stór gata að fara yfir annars stígur alla leiðina. Hann þarf núna að vera komin í skólann fyrir 7.40, svolítið annað en í fyrra þar sem þeir byrjuðu klukkan 9. Alexander er ennþá kl 9 svo hann fær að sofa aðeins lengur en bróðir sinn, voða feginn því. Þeir komu heim í gær með tonn af pappír sem þurfti að útfylla svo ég sat í lengri tíma og las og fyllti út blöð. Stefán Örn fékk öll valfögin sín og þar á meðal financial computer (lauslega þýtt: fjármála tölfræði) sem er hluti af Academy of Finance. Þar sem hann fékk það fag þá verður hann að vera í DECA klúbbnum og þar verða menn að mæta í sparibuxum, skyrtu og með bindi svo nú verðum við að fara að versla fín föt á minn mann. Alexander hitti alla strákana aftur frá í fyrra, voða glaður og ég vona að hann fái nú einhverja góða vini til að vera með eftir skóla.
Við vorum búin að panta hótel í Orlando þar sem bakveika konan treysti sér ekki í aðra bílferð sama daginn og krakkarnir ætluðu að koma við í Universal. Þar sem Sanford er ekki alveg í miðborginni, er reyndar lítill bær norðan við Orlando, þá var ákveðið að fara bara á hótelið og borða snemma slappa af og fara á sunnudeginum í Universal. Ég var nú bara merkilega liðug í bakinu eftir ferðina og hótelið á sunnudeginum, þó ég treysti mér nú ekki til að fara í neitt tæki, of mikið hopp og hoss. Við vorum fram eftir degi í garðinum og um 5 leytið var stefnan tekin á Miami. Það var nú gott að komast í sitt eigið þó ég verði nú að segja að ég er ekki viss um að nýlega dýnan mín sé nógu góð fyrir bakveikt fólk.
Strákarnir byrjuðu svo í skólanum í gær, Stefán Örn í High school og Alexander áfram í sínum middle. Stefán Örn hjólaði og þetta er ágætis hjólatúr á morgnanna fyrir hann en bara ein stór gata að fara yfir annars stígur alla leiðina. Hann þarf núna að vera komin í skólann fyrir 7.40, svolítið annað en í fyrra þar sem þeir byrjuðu klukkan 9. Alexander er ennþá kl 9 svo hann fær að sofa aðeins lengur en bróðir sinn, voða feginn því. Þeir komu heim í gær með tonn af pappír sem þurfti að útfylla svo ég sat í lengri tíma og las og fyllti út blöð. Stefán Örn fékk öll valfögin sín og þar á meðal financial computer (lauslega þýtt: fjármála tölfræði) sem er hluti af Academy of Finance. Þar sem hann fékk það fag þá verður hann að vera í DECA klúbbnum og þar verða menn að mæta í sparibuxum, skyrtu og með bindi svo nú verðum við að fara að versla fín föt á minn mann. Alexander hitti alla strákana aftur frá í fyrra, voða glaður og ég vona að hann fái nú einhverja góða vini til að vera með eftir skóla.
Friday, August 11, 2006
ekki alveg dauð
Þá er þetta legudæmi komið á aðra viku og ekki orðin nógu góð ennþá. Fékk semsagt svona líka í bakið að ég hef mig ekki hrært í heila viku, nema til að fara til læknisins og fá smá dóp til að geta verið til. Fannst ég nú ekki vera að gera neitt alvarlegt, saga eina litla grein úti í garði með Palla, sem betur fer var hann heima því það ætlaði nú bara að líða yfir mig af sársauka svo hann varð að styðja mig inn. Er búin að vera síðan á sterkum lyfjum og hitapoka, liggja eins og skata, frekar boring og finnst ég vera að fá legusár af þessu. Ásta Björg er að koma á morgun og ætlar að vera 3 vikur og vonandi verð ég ekki svona allann tíman. Frekar leiðinlegt fyrir okkur. En semsagt vona að þetta fari að lagast allavega þannig að ég geti gert eitthvað skemmtilegt með henni.
Subscribe to:
Posts (Atom)