Friday, February 20, 2009

Sama, sama

Ennþá er að koma kuldakast, reyndar ekki eins kalt og síðast, engar flíspeysur í þetta skiftið. Hér er allt við sama heygarðshornið eins og fólk sagði í den. Strákarnir í skólanum og ég að sauma, ef ég kem mér þá til þess. Nýja rúmið mitt komið allt loksins og er að reyna að venjast því að sofa á svona tempur dýnu. Besta er auðvitað að geta hækkað og lækkað rúmið og lesið, saknaði þess að geta ekki lesið áður en ég fór að sofa, en fékk verk í hálsinn og axlirnar þegar ég staflaði 10 púðum til að lifta hausnum. Nú er þetta bara 1 takki til að ýta á og wrúm bakið upp, lúxus. Gott að geta lift fótunum líka þegar maður er mikið bólgin og þreyttur í þeim.

Thursday, February 05, 2009

Kuldakastið mikla

Þetta er nú meira kuldakastið sem fer hér yfir. Það er svo kalt að maður getur varla bloggað eða saumað og þá er nú mikið sagt. Náði nú samt að setja saman blokkir í 1 teppi, bara eftir að setja það saman og quilta. Við SÖH vorum á DECA fundi í kvöld þar sem rætt var um state keppnina í Orlando. Vona að hann verði duglegur og komist til Californíu í maí.