Jæja rafvirkinn bara komin að tengja og yfirfara rafmagnið. Það lítur út fyrir að maður geti eldað almennilegan mat í kvöld, júhú. Annars gengur allt annað frekar hægt þar sem aðalmaðurinn er ekki á svæðinu frekar en vant er. Eitthvað smá farið að minnka kassarnir en mikið ennþá . Ætlaði að reyna að pússa og mála ganginn en er eitthvað svo orkulaus að ég veit ekki hvort ég geri það áður en ég fer. Já það styttist í að ég fari til DK, en hvað það verður gaman, þó mér kvíði nú aðeins fyrir þvi sem ég þarf að gera þar. Talandi um orkuleysi þá fór ég til læknis sem er nú ekki í frásögur færandi, nema ef það væri ekki fyrir nafn læknisins. Þannig er að heimilislæknirinn minn vildi senda mig til sérfræðings og gaf mér nafn hans sem var Dr. Vivian Rose, ósköp fallegt nafn. Hún sagði ég skildi tala við hann sem ég reiknaði með að hún meinti hann lækninn, nafnið er jú eins og sniðið á konu ekki satt?? Nú svo fór ég þangað og var næstum búin að skella upp úr þegar þessi stóri svarti maður kom inn á stofuna og kynnti sig, Vivian Rose. Ja mamma hans hefur örugglega verið búin að ákveða að eiga stelpu, eða hvað haldið þið??
Life should NOT be a journey to the grave with the intention of arriving safely in an attractive and well preserved body, but rather to skid in sideways, chocolate in one hand, wine in the other, body thoroughly used up, totally worn out and screaming... Damn, What a ride!!
Monday, October 22, 2007
hægt að nota fína helluborðið
Thursday, October 18, 2007
Tuesday, October 16, 2007
framhaldssagan
Þá eru flottu borðplöturnar komnar á sinn stað og eldhúsið farið að líkjast eldhúsi. Palli náði rétt að koma heim á fimmtudagskvöld til að rétta af og síðan tókum við gamla vaskinn af um morguninn á föstudag og vorum bara rétt búin þegar þeir komu með granitið.
4 menn þurfti til að bera stóru plötuna og síðan tók þetta tíma að koma þeim fyrir vel mælt og fest, setja vaskinn í og saga fyrir helluborðinu. Klukkan var orðin eitthvað yfir 12 þegar þeir fóru loksins og ég gat dáðst að nýju borðplötunum mínum.
Nú Palli fór svo í að rífa búrskápinn gamla svo við gætum sett ísskápinn þar og ofnaskápinn. Nú ekki að spyrja að eitthvað extra. Þurftum að taka aðeins parkett þar líka og setja nýtt því það var stórt gat þar sem skápurinn hafði verið. Náðum að koma ísskápnum á sinn stað og skápinn við hliðina en ekki ofnana í. Rafvirkinn lét ekkert í sér heyra um helgina og náði Palli loksins í hann í gær og kom hann að kikja á þetta aftur og vonandi fæ ég fljótlega helluborðið í gang, erum orðin frekar leið á grilluðum mat og örbylgjufæði lol. Palli svo farin eina ferðina enn svo ekki verður mikið gert á meðan hann er í burtu, ætli hann komi nokkuð fyrr en þegar ég fer.
Thursday, October 11, 2007
afram
Sunday, October 07, 2007
upprisan :o)
Þetta gengur víst ekki lengur. Anna hvort er maður með bloggsíðu eða ekki. Ég verð að reyna að gera eitthvað róttækt í þessum skrifum hér eða hætta þessu alveg.
Það er margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Við vorum jú að flytja í nýja (gamla) húsið og byrjuð að gera það upp sem ekki er vanþörf á . Eldhúsið var hálfgert eða varla það, skáparnir settir upp að vegg en ekki festir og 1 í kassanum ennþá, búið að vera svoleiðis í 2 ár, ekki spyrja hversvegna. Helluborð og ofnar ennþá í kössum, en ísskápur og uppþvottavelin allavega í notkun.
Það er ýmislegt sem þarf að gera annað en eldhúsið. Bæði baðherbergin eru illa farin og þarf að gera upp. Það er ónýtt bað í öðru og wc sem er alltaf að stíflast. Það er þó nothæf sturta í hinu en illa farið og verður að gera eitthvað róttækt á báðum stöðum, líklega rífa allt út og setja nýtt. Nú herbergin voru við að vona að við gætum bara málað og flutt inn í en ekki varð okkur að þeirrri ósk þar sem maurar höfðu greinilega verið leigjendur þar og varð að segja þeim upp leigunni hið snarasta sem þýddi að taka þurfti flísar af gólfunum og setja nýtt gólfefni og tók tíma og krafta að gera það. Jæja nóg í dag, framhald á morgun