Friday, March 30, 2007

sama, sama

Eins og sjá má gerist ekkert voðalega mikið hérna núna þessa dagana. Strákarnir bíða bara eftir að það komi páskafrí, Palli í Texas og ég ekkert að gera af viti. Ég er ennþá að jafna mig í veskinu eftir sýninguna fínu og dunda við í rólegheitum að sauma úr því sem ég verslaði. Veit ekki hverskonar lægð ég fer alltaf í þegar Palli fer eitthvað, tekur alltaf tíma að venjast þvi að hann sé heima og svo aftur þegar hann fer. Meiri vitleysan. Jæja en svona er þetta bara.

Smá fyrirspurn hér:

Kunningjakona mín var að skilja og er að flytja í íbúð 1. maí. Hún bað mig að koma þessu á framfæri:Mig vantar ýmislegt og fjárhagurinn leyfir víst ekki "allt nýtt" þó það sé draumurinn (hvern dreymir svo sem ekki um það). Þætti mér vænt um ef þið vitið um fólk sem er að endurnýja innbúið eða bara eiga hluti sem það vill losna við, þá má alveg benda á mig sem góða hirðirinn, hvort sem hlutirnir eru gefins eða seldir (ódýrt). Eftirfarandi vantar mig sérstaklega:

Borðstofuborð/ eldhúsborð og stóla (helst ljóst á litinn en skoða allt)
Sófa, helst hornsófa eða tungusófa eða sófasett, skoða allt
Ísskáp með frysti, svona tvískiptan, ísskáp að ofan og frystir að neðan
Rúm fyrir strákinn (hann langar voða í svefnsófa)
Rúm fyrir mig (breidd ca. 160)
Hillur fyrir þau bæði
Skrifborð (og skrifborðsstól) fyrir strákinn
Sjónvarp, vídeó og DVD
Svefnherbergisská pa
trip trap stól
Lampa og ljós


Með fyrirfram þökk.


Ef þið vitið um einhvern sem þarf að losna við eitthvað af þessu þá skrifið mér og ég læt hana vita.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ!
Ferðu ekki að koma??
Knús og saknaðarkveðjur frá DK