Friday, September 22, 2006

lítil stúlka fædd, en gaman


Já hún Bidda eignaðist stelpu 12. september, sem betur fer ekki 11. Gekk illa og seint en dafna báðar vel núna .
Annars allt gott að frétta héðan, meira að segja veðrið bara þokkalegt, sundfært.
Loksins búið að fata AKH upp líka, hann var smá abbó út í SÖH sem fékk fullt af fötum. Var greinilega orðin nauðsyn því hann komst ekki orðið í neinar buxur, allar of litlar, er farin að nota sömu stærð og Stefán Örn. Var að hugsa um að setja upp svona gullkorna síðu, þeir eru alltaf að segja eitthvað svona skemmtilegt, stundum kanski út af málaruglingi. Eins og í fyrradag þegar við Alexander fórum í fataleiðangurinn og á leiðinni heim var ég eitthvaðað tala um að þeir bræður væru að verða í sömu stærð, og hvort hann væri ekki ánægður með að vera að stækka. Þá segir Alexander'' nei, það er bara af því að Stefán Örn er svo þunnur, þessvegna erum við í sömu stærð''. Greinilega verið að hugsa um enska orðið thin sem er grannur og bara þýtt beint yfir. Gaman að þessu

Tuesday, September 12, 2006

frettir eða frettaleysi??


Búin að fá bátaskírteinið loksins, voða flott. Nú vantar bara bátinn :-)
Jæja komin tími á að skrifa eitthvað þó að það sé nú ekkert sérstakt svosem að skrifa um.
Ásta Björg farin heim aftur, sakna hennar alveg um leið. Hún segist vera búin að mála nýja herbergið sitt og vonandi komin með rafmagn núna og búin að koma sér fyrir. Strákarnir á fullu í skólanum og SÖH duglegur að vakna ca kl 6.30 á morgnana og hjóla í skólann. Semsagt allt í föstum skorðum.
Ég eignaðist gamla saumavél um daginn, vildi að ég hefði gömlu saumavélina hennar mömmu hérna líka, langar eiginlega í fleiri, er þetta della eða hvað??? :-Þ
Jæja en er semsagt að gera upp þessa gömlu vél, þvo og smyrja og setja saman, bara nokkuð gaman. Er aðeins að sauma líka, auðvitað, og reyni að setja myndir af þessu öllu við tækifæri.
Fór í mammo í gær en varð að fresta bakmyndatökunni þar sem AKH var veikur í skólanum svo ég varð að sækja hann, ekkert alvarlegt samt. Verst að hafa ekki gömlu b...myndirnar til að bera saman. Nú verð ég að fara í ultrasound líka til að vera viss um að allt sé í lagi.
Datt í hug þegar ég var í myndatökunni í gær og konugreyið var að kremja á mér brjóstin að þetta væri ekki svona vont ef karlmenn væru með brjóst. Getið þið ekki ímyndað ykkur ef að karlmaður þyrfti að setja punginn á sér í svona klemmu að það væri búið að uppfinna eitthvað betra tæki fyrir þetta, ha, ha ég spyr. Verið vissar um það.