Tuesday, July 11, 2006

rigning endalaust

Búin að vera hundleiðinleg vika, endalaus rigning og þungbúið. Þetta er bara sama veður og á Íslandi eftir því sem ég heyri þaðan. Ekkert hægt að fara í sund eða á ströndina og eini ljósi púnkturinn er að hægt er með góðri samvisku að sitja og sauma inni. Vona að eitthvað fari að rætast úr þessu án þess að það komi fellibylur á okkur.
Við vorum annars á fyrsta kvöldi bátakúrsins sem er 8 skipti í allt. Það var bara skemmtilegra en ég bjóst við, fullt af fólki og meira að segja strákunum leiddist ekkert þó seinni hlutinn hafi verið svona í lengsta lagi. Ætla að reyna að fá þá til að gera heimverkefnin líka svo þeir læri meira. Palli býst við að koma heim annað kvöld. Jújú. Varðkisi sem alltaf er að væflast hér í kringum húsið er ekki lengur svona hræddur við okkur þó við komum út eða löbbum nálægt honum, er kanski búin að fatta að hann fær kanski eitthvað gott ef hann fer ekki í burtu þegar við sjáumst. Gáfaður kisi.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ héðan úr sólinni og hitanum ;)
Eruð þið komin á bátanámskeið? Hvað stendur til :)
Erum á leið til Aþenu á þriðjudaginn og verðum í viku þá koma stelpurnar líka úr sínum leiðöngrum. Verður gott að hafa alla í húsinu aftur!
Kær kveðja,
Guðrún