Thursday, March 08, 2007

allt í góðu

Stefán Örn komin heim heill á húfi og með bikarinn sinn og farin að plana næstu ferð. Þar sem hann komst áfram núna fer hann í international keppnina sem verður í enda april. Ekki laust við að maður sé stolt af stráknum, enda alveg leyfilegt. Það eru ennþá Fcat próf hjá Alexander, sem eru svona Florida standard próf, ekki tekin annarstaðar í USA. Honum gengur vel í prófum eins og vanalega og stærðfræðikennarinn búin að mæla með að hann fari í "advandced" ( nú er að vona að ég geti skrifað þetta rétt, en þýðir held ég að hann fari bekk ofar í því) stærðfræði á næsta ári sem er allt í lagi mín vegna, er búin að segja honum að hann verði samt að vera duglegur að læra heimalærdominn, sem er alltaf það erfiðasta.
Ég búin að fara til læknisins með brjóstamyndirnar og hann sagði að allt liti vel út, bara fylgjast með því. Fer aftur í myndatöku eftir 6 mán. Bakið bara með skásta móti núna svo maður getur þó allaveg hreyft sig aðeins meir, sem er náttúrulega líka gott fyrir bakið. Meiri hringavitleysan. Semsagt allt í góðum gír og meira að segja sólin farin að skína.

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þetta allt saman :)
Getur þú ekki fengið þér Gukosamín? Það er alveg galdur ;) Meira að segja læknar farnir að mæla með því! MUhaahhaaa... sennilega orðið að lyfi ;)

Anonymous said...

Hæ hæ bara rétta að kíkja við og auðvita er það sjálfsögð kurteisi að kvitta .

Sé að allt er í góðum gír hjá þér Alda mín !
Knús frá Dk Halldóra

PS: þú er ekki með réttan likn á heimasíðuna mína ! það rétta er www.123.is/dorao