Thursday, March 01, 2007

allt á fullu

Jössus, litla barnið mitt ( sem er auðvitað talsvert hærri en foreldrarnir í cm) er farin af stað til Orlando. Hann kemur ekki heim fyrr en á sunnudag og ég finn nú alveg hnútinn í maganum eins og þegar hann fór í útilegu (hyttetur) með skólanum í DK hér fyrir nokkrum árum síðan. Vona bara að hann komi slysalaust heim frá þessari ferð. Þetta er stór hópur af krökkum frá mörgum skólum í Florida sem tekur þátt í þessari keppni og vonandi verður þetta bara gaman hjá þeim. Það þurfti að fara og versla jakka og aðrar buxur og skyrtu handa herramanninum því hann þarf að vera fínt klæddur í keppninni þar sem þetta er keppni í hinum ýmsu greinum tengdum “buisness” (veit ekki alveg hvernig maður þýðir það) þá verður klæðnaðurinn að vera í stíl. Hann er semsagt með fulla tösku af stífpressuðum og straujuðum fötum. Jæja nóg um það reyni að halda í mér að hringja ekki of oft. Guð sé lof fyrir farsíma.
Annað er það að frétta að Palli kom heill heim á mánudagskvöld með fullt af hangikjöti, flatbrauði og rauðum ópal. Meira að segja flugið næstum klukkutíma á undan áætlun. Hef nú ekki vitað það áður hjá Icelandair.
Nú Alexander er að fara á skemmtikvöld á morgun svo það er nóg að gera hjá þeim strákunum. Hann er greinilega búin að eignast góðan vin þar sem Lee kemur oft með honum heim og þeir skemmta sér vel saman.
Ásta Björg, já hvað er að frétta af henni. Maður nær varla sambandi við hana það er svo mikið að gera, bæði í skólanum og í félagslífinu svo það er vonandi allt í góðum málum þar. Ekki skrifar hún neitt á þessa bloggsíðu sína svo ekki fréttir maður neitt þar. Maður verður að toga úr henni hvert orð ef maður kemst loksins í samband.

1 comment:

Anonymous said...

Gott að þú ert búin að fá Palla heim :) Vonandi verður helgin góð hjá Stefáni og frábært að Alexander er komin með góðan vin :)
Held þú hafir rétt fyrir þér með Ástu Björgu ;)
Við erum nýkomin frá Póllandi, skruppum til Stetting með vinum okkar frá Íslandi. Góð ferð.
Knús úr Sönderborg