Wednesday, December 10, 2008

kuldi

Hér er veðrið eins og það viti ekki í hvorn fótinn það ætlar að stíga. Skítakalt annan daginn svo maður verður að troðast í flísara og klísturhiti hinn daginn svo maður verður að setja ac á, skrýtið. En svona er nú veturinn í Florida. Það er farið að nálgast næstu flugferð og mér kvíður fyrir að sitja í 4+8 tíma, verð örugglega með fílafætur eftir það. Öðruvísi kemst maður ekki til Íslands svo maður verður að láta sig hafa það. Vona bara að það verði ekki of kalt þar, hata að þurfa að dúðast í þykk föt.

Friday, December 05, 2008

Afmæli

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Ásta Björg........
Hún er alveg að ná mér, lol. Annars er nú merkilegt hvað þessi afmæli hrúgast niður í kringum 2 hátíðar á árinu, í desember og apríl. Það virðast bara allir eiga afmæli þá. Flestir í april og þar um kring með, 9 manns og svo desember og þar í kring með 7.