Friday, March 30, 2007

sama, sama

Eins og sjá má gerist ekkert voðalega mikið hérna núna þessa dagana. Strákarnir bíða bara eftir að það komi páskafrí, Palli í Texas og ég ekkert að gera af viti. Ég er ennþá að jafna mig í veskinu eftir sýninguna fínu og dunda við í rólegheitum að sauma úr því sem ég verslaði. Veit ekki hverskonar lægð ég fer alltaf í þegar Palli fer eitthvað, tekur alltaf tíma að venjast þvi að hann sé heima og svo aftur þegar hann fer. Meiri vitleysan. Jæja en svona er þetta bara.

Smá fyrirspurn hér:

Kunningjakona mín var að skilja og er að flytja í íbúð 1. maí. Hún bað mig að koma þessu á framfæri:Mig vantar ýmislegt og fjárhagurinn leyfir víst ekki "allt nýtt" þó það sé draumurinn (hvern dreymir svo sem ekki um það). Þætti mér vænt um ef þið vitið um fólk sem er að endurnýja innbúið eða bara eiga hluti sem það vill losna við, þá má alveg benda á mig sem góða hirðirinn, hvort sem hlutirnir eru gefins eða seldir (ódýrt). Eftirfarandi vantar mig sérstaklega:

Borðstofuborð/ eldhúsborð og stóla (helst ljóst á litinn en skoða allt)
Sófa, helst hornsófa eða tungusófa eða sófasett, skoða allt
Ísskáp með frysti, svona tvískiptan, ísskáp að ofan og frystir að neðan
Rúm fyrir strákinn (hann langar voða í svefnsófa)
Rúm fyrir mig (breidd ca. 160)
Hillur fyrir þau bæði
Skrifborð (og skrifborðsstól) fyrir strákinn
Sjónvarp, vídeó og DVD
Svefnherbergisská pa
trip trap stól
Lampa og ljós


Með fyrirfram þökk.


Ef þið vitið um einhvern sem þarf að losna við eitthvað af þessu þá skrifið mér og ég læt hana vita.

Sunday, March 18, 2007

helgin





Næturgestirnir fóru nú fyrst á laugardagskvöld og þá ákvað AKH að hann ætlaði að sofa heima hjá Brandon. Það var nú betra en að hafa þá alla aftur svo það var óvenju hljótt það sem eftir var kvölds. Alexander og Brandon eru núna í sundi svo það er greinilegt að strákurinn er komin með fullt af vinum og leiðist vonandi ekki hér eftir.
Nú ég fór á laugardagsmorgun á BQE og var komin niðureftir kl 11. Byrjaði á að skoða öll fallegu teppin sem voru uppstillt og fór svo kl. 1 til að selja miða fyrir quilt klúbbinn minn. Við vorum með 1 af fallegustu teppunum í vinning, (er teppið til hægri á myndinni) en það voru 5 teppi í allt. Eftir klukkustund þar fór ég aftur niður til að sjá restina af teppunum sem voru á sýningunni og versla “smávegis” í básunum sem voru með allt frá efnum til skartgripa og máluð kort og hvað veit ég til sölu. Ég sá fram á að bæði fæturnir á mér og buddan yrðu frekar slöpp ef ég yrði of lengi svo kl. 4 hringdi ég í Palla og sagði að hann yrði að sækja mig sem fyrst eða við yrðum að sækja um styrk til ríkisins fyrir mat, (buddan orðin frekar létt). Ég var svo upptekin þegar ég kom heim að það var bara eins og eftir góðan túr í kringlunni eða smáralind svona til að þið getið ímyndað ykkur tilfinninguna. Svo þurfti nú að fæða alla þessa gaura áður en þeir fóru svo það var nóg að gera. Nú í morgun sá ég svo að kona hafði auglýst svefnsófa gefins ef maður gæti sótt hann og þar sem maður sér nú fram á að fá kanski gesti í heimsókn, allavega Ásta Björg á eftir að koma þá hringdi ég í hana og við fórum svo áðan og sóttum þennan líka fína svefnsófa. Sóoo ef einhver er að huga að heimsókn, verskú fínt rúm að sofa í.



Friday, March 16, 2007

myndir


Loksins eru þessar myndir að komast í albúm hjá mér. Hefur tekið ansi langan tíma, en svona er þetta bara. Reyni að setja fleiri á eftir eða morgun þar sem netsambandið er frekar lélegt svo ég gafst upp á seinni helmingnum, tók svo langan tíma. Hefur einhver tekið eftir að ég er kattakona??:-)
Þá er komin helgin með quiltsyningunni hérna í Broward (http://www.browardquiltexpo.com/). Það byrjaði í gærkvöldi á fyrirlestri og verður svo syning og workshops í dag og á morgun og líkur svo á sunnudag. Reikna með að vera þar allann morgundaginn.
Hér var allaveg þröngt á þyngi hjá Alexander í nótt þar sem hann hafði hvorki meira né minna en 3 næturgesti. Þeir voru allann gærdaginn að leika sér þar sem var frí snemma úr skólanum og frí í dag, ekki spyrja mig hversvegna, hef ekki hugmynd. Og það var svo gaman hjá þeim að þeir eru hér bara enn. Fínt fyrir AKH.

Thursday, March 08, 2007

allt í góðu

Stefán Örn komin heim heill á húfi og með bikarinn sinn og farin að plana næstu ferð. Þar sem hann komst áfram núna fer hann í international keppnina sem verður í enda april. Ekki laust við að maður sé stolt af stráknum, enda alveg leyfilegt. Það eru ennþá Fcat próf hjá Alexander, sem eru svona Florida standard próf, ekki tekin annarstaðar í USA. Honum gengur vel í prófum eins og vanalega og stærðfræðikennarinn búin að mæla með að hann fari í "advandced" ( nú er að vona að ég geti skrifað þetta rétt, en þýðir held ég að hann fari bekk ofar í því) stærðfræði á næsta ári sem er allt í lagi mín vegna, er búin að segja honum að hann verði samt að vera duglegur að læra heimalærdominn, sem er alltaf það erfiðasta.
Ég búin að fara til læknisins með brjóstamyndirnar og hann sagði að allt liti vel út, bara fylgjast með því. Fer aftur í myndatöku eftir 6 mán. Bakið bara með skásta móti núna svo maður getur þó allaveg hreyft sig aðeins meir, sem er náttúrulega líka gott fyrir bakið. Meiri hringavitleysan. Semsagt allt í góðum gír og meira að segja sólin farin að skína.

Thursday, March 01, 2007

allt á fullu

Jössus, litla barnið mitt ( sem er auðvitað talsvert hærri en foreldrarnir í cm) er farin af stað til Orlando. Hann kemur ekki heim fyrr en á sunnudag og ég finn nú alveg hnútinn í maganum eins og þegar hann fór í útilegu (hyttetur) með skólanum í DK hér fyrir nokkrum árum síðan. Vona bara að hann komi slysalaust heim frá þessari ferð. Þetta er stór hópur af krökkum frá mörgum skólum í Florida sem tekur þátt í þessari keppni og vonandi verður þetta bara gaman hjá þeim. Það þurfti að fara og versla jakka og aðrar buxur og skyrtu handa herramanninum því hann þarf að vera fínt klæddur í keppninni þar sem þetta er keppni í hinum ýmsu greinum tengdum “buisness” (veit ekki alveg hvernig maður þýðir það) þá verður klæðnaðurinn að vera í stíl. Hann er semsagt með fulla tösku af stífpressuðum og straujuðum fötum. Jæja nóg um það reyni að halda í mér að hringja ekki of oft. Guð sé lof fyrir farsíma.
Annað er það að frétta að Palli kom heill heim á mánudagskvöld með fullt af hangikjöti, flatbrauði og rauðum ópal. Meira að segja flugið næstum klukkutíma á undan áætlun. Hef nú ekki vitað það áður hjá Icelandair.
Nú Alexander er að fara á skemmtikvöld á morgun svo það er nóg að gera hjá þeim strákunum. Hann er greinilega búin að eignast góðan vin þar sem Lee kemur oft með honum heim og þeir skemmta sér vel saman.
Ásta Björg, já hvað er að frétta af henni. Maður nær varla sambandi við hana það er svo mikið að gera, bæði í skólanum og í félagslífinu svo það er vonandi allt í góðum málum þar. Ekki skrifar hún neitt á þessa bloggsíðu sína svo ekki fréttir maður neitt þar. Maður verður að toga úr henni hvert orð ef maður kemst loksins í samband.