Það er eins og það sé bara engin með þetta blog. Eins gott að skrifa eitthvað gáfulegt eða þannig til að láta vita að við séum á lífi hérna megin. Það er búið að vera hellingur að gera síðan Ásta Björg kom. Hún varð auðvitað að skoða hverja einustu búð í hundrað mílna radíus og það tekur nú tíma. Svo fór ég með Alexander til augnlæknis loksins og þá varð að finna gleraugnaumgjörð handa honum, með ansi ákveðnar skoðanir sá drengur um hvað hann vil og hvað ekki. Allt annað að sjá framan í hann eftir að hann fékk gleraugun, nú sér maður loksins í augun á honum. Nú við erum búin að vera að skoða annað hús að búa í og það hefur nú líka tekið dágóðan tíma. Loksins sér nú fyrir endan á því og vonandi flytjum við sem fyrst.
Nú veðrið er búið að vera til friðs hingað til en vitum að tímabilið er rétt að byrja svo eins gott að krossa fingur og vona það besta. Erum að velta fyrir okkur ferð til Washington en ekkert ákveðið ennþá.
Nú veðrið er búið að vera til friðs hingað til en vitum að tímabilið er rétt að byrja svo eins gott að krossa fingur og vona það besta. Erum að velta fyrir okkur ferð til Washington en ekkert ákveðið ennþá.